Fréttir

Valdimar Flygenring staðahaldari í Langá

Valdimar Örn Flygenring með flottan urriða 

Valdimar Örn Flygenring hefur verið ráðinn staðarhaldari í Langá á Mýrum samkvæmt heimildum og hann bíður spenntur eftir sumrinu eins og fleiri veiðimenn sem ætla að renna fyrir fisk í sumar.

En það styttist í veiðisumarið með hverjum degi en við heyrðum aðeins í nýja staðahaldaranum. „Mér líst vel á nýja starfið við Langá þetta er fínt á móti skíðadjobbinu á ítalíu á veturna, þetta getur ekki verið betra,“ sagði Valdimar sem mikið hefur stundað stangveiði í gegnum tíðina og um allt land.  „Já er alltaf að veiða eitthvað en við Þorleifur Guðjónsson bassaleikari erum mikið saman í veiðinni. Þetta starf við Langá leggst vel í mig,“ sagði Valdimar ennfremur.