Húsöndin er einkennisfugl Mývatnssveitar, meðalstór önd með sérkennilegt höfuðlag. Í fjarlægð virðist steggur dökkur að ofan en ljós að neðan. Hann er með blágljáandi svart höfuð með úfinn hnakka og bratt enni, hvítur hálfmánalagaður blettur er milli goggs og augna.
Flórgoði er eini goðinn sem verpur á Íslandi. Minnir á smávaxna önd en er þó líkari brúsum í háttum og útliti; auðþekktur á þríhyrndu höfði, mjóum hálsi sem hann teygir oft, og stuttu stéli. Í sumarbúningi virðist hann dökkur í
Himbrimi er stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl, einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Á sumrin er hann með gljásvart höfuð og háls, á hálsi er ljós kragi með svörtum langrákum og sama litamynstur á bringuhliðum. Hann er svartur að ofan, alsettur
Almennar upplýsingarHávella er einn af einkennisfuglum hálendisvatna og tjarna. Fremur lítil kafönd, eina öndin sem hefur ljósan búk á veturna og aldökka vængi. Skiptir oftar um fjaðurham en aðrar endur. Steggur er með áberandi langar miðfjaðrir stéls, nema í felli síðsumars. Á sumrin
Brandönd er stór og skrautleg önd sem minnir talsvert á gæs. Í fjarska virðist brandönd vera hvít með dökkt höfuð. Hún er með svart höfuð og háls með grænni slikju, brúnt belti sem nær upp á bakið. Dökk rák nær
Skúföndin er fremur lítil og nett önd og er algengasta kaföndin á láglendi. Hún er mjög dökk, steggurinn er með svart, blágljáandi, hnöttótt höfuð með lafandi hnakkaskúf. Síður eru hvítar, svo og kviður, undirvængir og vængbelti, fjaðurhamur annars svartur eða brúnsvartur. Í felubúningi er hann