Fréttir

Ég er ekki viss en hann er þá kominn snemma

Fiskurinn í Elliðaánum í morgun /Mynd Ásgeir Heiðar.

Veiðimenn eru víða farnir að kíkja eftir laxinum og Ásgeir Heiðar var að skoða í Elliðaánum í morgunsárið. Það styttist í að laxinn mæti á staðinn. Í Kjósinni var snjókoma í gær og erfitt að sjá eitthvað en laxar hafa sést á ferðinni í Borgarfirði.

„Ég er ekki viss,“ sagði Ásgeir Heiðar en hann sá nýgenginn lax neðarlega í Elliðaánum í morgun og það er snemma miðað við Elliðaárnar, þar sem fiskur kemur yfirleitt ekki fyrr en um 27. maí og bætti við; „það er erfitt að segja til um fiskinn, oft séð urriða og sjóbirtinga þarna en ekki lax. Niðurgöngulaxarnir eru farnir fyrir nokkru síðan. Mér fannast það skírtið því lítið var af doppum á honum en þetta er mjög snemmt ef hann er þá mættur í ána,“ sagði Ásgeir enn fremur.