Tilboð í veiðirétt í Laxá í Leirársveit 2023 til 2027 voru opnuð í dag en 13 aðilar höfðu óskað eftir útboðsgögnum á sínum tíma. Stjórn Veiðifélags Láxár í Leirársveit opnaði tilboðin og hefur upplýsti um það hverjir buðu í veiðiréttinn, upphæðir og úthlutanir yfir veiðitímabilið til og með ársins 2027. Einnig var óskað eftir tilboðum í Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn sem tilheyra veiðisvæði Laxár og að auki komu tilboð í Selós og Þverá sem eru á því svæði. Sporðablik ehf er með hæsta tilboðið, núverandi leigutakar, með 69 milljónir. Síðan komu Fish Partner með 62,8 milljónir og Bókabúðin 58,5 milljónir. Eitthvað á eftir að skoða fleiri tilboð en þó ekki ólíklegt að áfram verði sömu leigutakar með Laxá í Leirarsveit.
Meira efni
Svartá komin í 70 laxa
„Þetta er að kroppast hjá okkur en við erum búnir að fá fjóra laxa og búnir að missa nokkra,“ sagði Árni Friðleifsson sem er við veiðar í Svartá í Húnavatnssýslu þessa dagana
Lítið um bleikju í mörgum veiðiám
„Við vorum fyrir norðan og fengum nokkrar bleikjur, vorum á sama tíma í fyrra og þá var flott veiði, búinn að heyra þetta hjá mörgum veiðimönnum. Bleikjan er að klikka
Sumarið byrjar í Elliðaánum
„Ég og sonur minn Hilli erum bara bæði mjög bjartsýn á komandi sumar í veiðinni,“ sagði Sigríður Símonardóttir, þegar hún var spurð um komandi sumar. Á næstu vikum munum við velja út nokkra
Góður gangur í Selá og Hofsá – báðar komnar yfir 1100 laxa
Veiðin í Hosá og Selá í Vopnafirði hefur verið góð það sem af er sumri og árnar komnar báðar yfir 1100 laxa. Guðmundur Jörundsson er við veiðar í Hofsá og
Vænn urriði á land við Kárastaði
„Þetta var skemmtileg barátta og stóð í yfir 20 mínútur,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem var á veiðislóðum í dag og landaði þessum væna urriða sem reyndist 93 sentimetra langur. Veiðin
Engum þarf að leiðast
Veiðimenn geta huggað sig við að þótt ekki sé hægt að renna fyrir fiski þá er hægt að stytta biðina með því að hlusta á veiðitengd hlaðvörp. Nú hefur hlaðvarpið