Borgarstjóra var afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgaryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkjum. Dagný Huld Hinriksdóttir stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni. Við listanum tóku þau Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Einnig voru mættir tveir fulltrúar skotfélaganna þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem Skotfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867!
Meira efni
Norðurlandameistari í skotfimi
Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á
Gæsir – Anser anse
Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa eða hafa viðdvöl á Íslandi. Hún er öll grábrún, dökk að ofan og á hálsi, ljós að neðan nema síðurnar eru dökkar, stundum
Ályktun ársþings STÍ 2. apríl 2022
Skotíþróttir eru meðal fjölmennustu íþrótta sem stundaðar eru á Íslandi með yfir 6000 skráða iðkendur frá 17 héraðssamböndum. Íþróttin er af flestum stunduð sem frístunda sport en einnig sem keppnisgrein
Veiðikortakerfið 25 ára – ráðstefna
Skotvís boðar til ráðstefnu þann 28. apríl nk. í tilefni af 25 ára afmælis Veiðikortakerfisins. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mætir og opnar dagskrána, formaður Skotvís Áki Ármann Jónsson flytur erindi
Sjöundi Íslandsmeistaratitill Ellerts
„Um helgina fór fram íslandsmót á Akureyri í haglabyssugreininni Compak Sporting í frábæru veðri og voru mættir til leiks um 30 keppendur. Í Karlaflokki sigraði Ellert Aðalsteinsson frá Skotfélagi Akureyrar
Tíunda árið á Grænlandi
„Já veiðiferðin til Grænlands gekk vel og við fengum fjögur dýr á fjórum dögum, sagði Gísli Örn Gíslason en þetta er tíunda árið sem Gisli fer til Grænlands á hreindýraveiðar. Hann