Skotveiði

Veiðikortakerfið 25 ára – ráðstefna

Skotvís boðar til ráðstefnu þann 28. apríl nk. í tilefni af 25 ára afmælis Veiðikortakerfisins. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mætir og opnar dagskrána, formaður Skotvís Áki Ármann Jónsson flytur erindi og fyrirlestrar verða um uppruna og tilgang kerfisins og einnig hvaða gögn hafi safnast í gegn um það, hvað hefur gengið vel og hvað má bæta. Einnig mun fulltrúi frá Umhverfisstofnun kynna stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu og fleiri tegunda, Ólafur Karl Nielsen frá NÍ talar um rjúpuna og Arnór Þórir Sigfússon um gæsir, Ester Rut Unnsteinsdóttir verður með fyrirlestur um refinn og Skarphéðinn Þórisson mætir að austan með fyrirlestur um hreindýrin. Hálfdán Helgi frá NA kynnir niðurstöður samanburðarrannsókna á veiðitölum á svartfugli frá Austurlandi og greiningu úr afla veiðimanna.
Ráðstefnan er haldin í Veröld Vigdísar 28. apríl og hefst kl. 17.00.