„Við pabbi vorum að koma úr Korpu i gær,” sagði Ásgeir Ólafsson og bætti við, „já það var nú frekar sérstakur dagur. Það var glampandi sól og nánast logn fyrir hádegi en okkur gekk ekkert að hreyfa við fisknum, jafnvel þótt að við værum að sjá fiska nánast í öllum stöðum sem við reyndum. Við ákváðum að taka langan matartíma og hættum kl 11:00 og byrjuðum svo aftur 15:30.  Seinni vaktin byrjaði með látum og eftir að hafa misst lax eftir aðeins nokkrar mínútur þá landaði ég fyrsta laxinum stuttu síðar. Svo hélt bara fjörið áfram og við enduðum á að landa 8 löxum á seinni vaktinni.  Þannig að við fórum alsælir heim eftir vægast sagt kaflaskiptan dag” sagði Ásgeir enn fremur.