Kjörlendi og varpstöðvar

Verpir á lyngheiðum, í móum, kjarri, skóglendi og grónum hraunum frá fjöru til fjalls. Hreiðrið er fóðruð skál, vel falin í runnum eða lyngi. Rjúpur halda til fjalla á haustin en þegar jarðbönd hamla beit leita þær niður á láglendi og halda þá til í hlíðum, kjarri og jafnvel í byggð. Kvenfuglar og ungfuglar flakka meira, karrarnir halda sig stundum í varplöndunum árið um kring.

Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is