Þessar voru bara rólegar í Munaðarnesi í morgunsárið /Mynd María Gunnardóttir

Rjúpnaveiðitíminn hefst í hádeginu á morgun og margir ætla í veiði fyrsta daginn og ennþá fleiri ætla um næstu helgi, einn stuttur dagur segir ekki mikið. Veiðin hefst í hádegi og verður framm í myrkur.  Veðurspáin er góð næstu daga, sex til átta stiga hiti í Borgarfirði í morgun, snjólaust nema efst í fjöllum og þar er bara föl.

„Við ætlum að kíkja vestur í Dali á morgun en þetta verður stutt ferð og svo mætum við um næstu helgi,“ sagði veiðimaður sem ræddi um rjúpnaveiðina í Borgarnesi í fyrradag og ætlaði að veiða sér í jólamatinn. „Annað þarf maður ekki,“ sagði veiðimaðurinn, graflax og rjúpur á jólaborðið. 

Já það er stuttur dagur á morgun en menn ætla að kíkja og við hjá veidar.is ætlum líka að kíkja á heiðina til að kanna stöðuna.