Fréttir

Fallegt við Elliðavatn í gær – góður drengur genginn

Hauststillur við Elliðavatn í gær

Veðrið er ótrúlegt gott suðvestan lands þessa dagana, blíða dag eftir dag og fiskur á vaka á Elliðavatninu í gær, skömmu eftir að séra Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur í Seljakirkju hafði jarðsett veiðimanninn mikla Ásgeir Halldórsson. Falleg jarðarför og söngurinn einstakur. Góður drengur er genginn.

Ásgeir Halldórsson

Það var gott að fá sér labbitúr, taka eina mynd af rennisléttu Elliðavatninu, þar sem Ásgeir hafði búið síðustu árin og nokkrir kaffibollar höfðu runnið niður, með mögnuðum veiðisögum sem Ásgeiri sagði. 

Lífið heldur áfram annar fiskur stekkur utar í vatninu, fiskurinn er til staðar og enn einn sumarveiðitíminn á enda runninn og það kemur aftur sumar með færri veiðisögum. Svona gengur þetta fyrir sig, allt er breytingum háð.