RjúpanSkotveiði

Fín rjúpnaveiði víða um land

„Við vorum átta saman í Öxarfirði og fengum 38 rjúpur á tveimur dögum,“ sagði Ellert Aðalsteinsson en hann, eins og fleiri veiðimenn, fór til rjúpna um daginn og bætti við;  „það var mjög gott veður báða dagana á meðan á veiðinni stóð,“ sagði Ellert í lokin.

Ellert Aðalsteinsson með rjúpur sem hann fékk í Öxarfirði

„Við vorum fyrir vestan og það þurfti að fara hátt eftir fuglinum til að komast í snjó,“ sagði Jón Víðir Hauksson en hann fór til rjúpna eins og Ellert. „Rjúpurnar voru þar en styggar. Við fórum langt með að ná í jólamatinn en eigum eftir að fara aftur fyrir jólin,“ sagði Jón Víðir.

Við fréttum af veiðimönnum sem fóru á Holtavörðuheiði og fengu 9 fugla, svolítið um rjúpur en lítið um snjóinn ennþá. Aðrir voru í Skagafirði og fengu 5 rjupur, svona mætti lengi telja og það má næst veiða mánudag og þriðjudag.