Sandlóa heldur sig einkum á sendnu landi og í möl, bæði við sjó og á melum og áreyrum inn til landsins. Hreiðrið er dæld í möl eða sand, óhulið, fóðrað með smásteinum og skeljabrotum. Dvelur utan varptíma á leirum og í sandfjörum.
Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is
Eldra efni
Álftir með unga
Álftin er stærsti varpfugl landsins. Hún er eini innlendi svanurinn og auðþekkjanleg frá öðrum íslenskum fuglum á stærð, lit og löngum hálsi. Fullorðin álft er alhvít en tekur oft á sig ryðrauðan lit úr mýrarauða á höfuð og háls og
Veruleg afföll á helsingja
Austur-Grænlands-stofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Bæði varð stofninn fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu en einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024
Þingvellir
Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta náttúrulega stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra.
Rjúpuungi
Verpur á lyngheiðum, í móum, kjarri, skóglendi og grónum hraunum frá fjöru til fjalls. Hreiðrið er fóðruð skál, vel falin í runnum eða lyngi. Rjúpur halda til fjalla á haustin en þegar jarðbönn hamla beit leita þær niður á láglendi
Toppendur
Toppönd er algengasta fiskiöndin hér, grannvaxin, hálslöng og rennileg, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan, mjóan gogg og áberandi, stríðan topp í hnakka. Steggurinn er með grængljáandi höfuð, grár á búkinn, hvítur á hálsi og brúndröfnóttur á bringu.
Gulönd með unga
Kjörlendi er við stöðuvötn og straumvötn þar sem bráð er að finna. Hreiðrið er í gjótu eða skúta í klettum eða bökkum, einnig í runnum og lyngi eða jafnvel í gömlum húsum og hrafnshreiðrum. Er á veturna aðallega á auðu