Verpur í margs konar kjörlendi, þó aðallega í og við votlendi á láglendi, oft nærri mannabústöðum. Hreiðrið er venjulega vel falið í gróðri, milli steina eða þúfna, í drasli o.s.frv., gert úr grasi og fóðrað með dúni. Stokkendur fella flugfjaðrir á vötnum og tjörnum girtum stör. Eru á veturna við strendur en einnig á íslausu ferskvatni.

Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is