Fréttir

Árnar eins og stjórfljót yfir að líta

„Já það hefur rignt svakalega síðustu klukkutímana hérna við Norðurá í Borgarfirði, en við fengum fiska í gær, flotta laxa,“ sögðu veiðimenn við Króksfossbrúna rétt áðan, en áin hefur orðið stórfljót eftir að rigna tók á stórum hluta landsins líkt og hérna á Vesturlandi.

„Við verðum að sjá hvað gerist í veðrinu, alla vega erfitt eins og staðan er núna,“ sögðu veiðimennirnir og renndu áfram flugunni í Ferjuhylnum.

Veðurfarið hefur heldur breyst og erfitt að eiga við laxveiðiárnar núna þegar regnið fossar niður. Það verður heldur betur veisla þegar árnar hreinsa og fiskurinn fer að taka aftur hjá veiðimönnunum.

Mynd: Rétt fyrir neðan Króksfossinn í Norðurá í Borgarfirði í dag. Áin hefur bólgnað verulega. Mynd María Gunnarsdóttir.