Kjörlendi er við stöðuvötn og straumvötn þar sem bráð er að finna. Hreiðrið er í gjótu eða skúta í klettum eða bökkum, einnig í runnum og lyngi eða jafnvel í gömlum húsum og hrafnshreiðrum. Er á veturna aðallega á auðu ferskvatni en einnig á sjó, sérstaklega í frosthörkum þegar ár leggur. Stærsti vetrarhópurinn er á Mývatni.

Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is