Fréttir

Nítján laxar fyrsta daginn þrátt fyrir kalsaveður

Nuno Alexandre Bentim Servo með flottan lax úr Norðurá

„Þetta byrjaði bara vel miðað við aðstæður, skítakuldi og það komu nitjan laxar á land, töluvert slapp og fiskurinn tók grannt í kuldanum,“ sagði Nuno Alexandre Bentim Servo við Norðurá í Borgarfirði í kvöld þegar við heyrðum stöðuna eftir fyrsta heila daginn í ánni.

„Já fiskurinn tók grannt og þessa vegna sluppu nokkrir hjá veiðimönnum,“ sagði Nuno Alexandre nýbúinn að ljúka veiðinni . 

„Það er klikkað að gera en veiðin gekk vel í dag mikið líf miðað við kuldann og hretið,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson, sem landaði sínum fyrsta laxi á þessu sumri í ánni og þeir verða fleiri.