Fréttir

Fyrsti laxinn kominn á land, laxinn mættur í Kjósina

Mikael Marinó Rivera með fyrsta lax sumarsins í Skugga í Borgarfirði í morgun

„Já fyrsti laxinn er kominn á land í Skugga í Borgarfirði og það var Mikael Marino sem veiddi þennan flotta fisk, Reykvíkingur ársins,“ sagði Jón Þór Júlíusson í samtali. „Þetta var alveg meiriháttar og fyrsti var 84 sentimetrar, það hafa veiðst fyrstu laxarnir árið 2021 og 2022 í Skugga,” sagði Jón enn fremur.

Vatnið  hefur verið gott í ánum síðustu daga og sumstaðar of mikið, en  laxinn er mættur í Laxá í Kjós og þegar árnar hreinsa sig sjást örugglega fleiri laxar. Veiðin hefst í Þjórsá að morgni 1. júní og það verður spennandi að sjá hvernig hún byrjar.

„Laxinn er mættur,” sagði Haraldur Eiríksson í Laxá í Kjós.