Fréttir

Hálfur mánuður í sjóbirting

Frá Hrútá /Mynd María Gunnarsdóttir

„Það er skítakuldi í kortunum á næstunni, alla vega fram yfir helgi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur og það fer hrollur um mann, ekki veðurfræðinginn. Það er ekki nema hálfur mánuður þar til sjóbirtingsveiðin getur hafist en árnar eru flestar helfrosnar þessa dagana.

Já það þarf hlýindi í nokkra daga og það verulega mikil til að ná þykkum klakanum úr ánum. Vötnin eru orðin klakaþykk aftur og það þarf bor til að komast í gegnum þau, enda eru menn byrjaðir að dorga aftur.

„Auðvitað fer maður að veiða 1. apríl en það gæti orðið kalt,“ sagði veiðimaður sem lætur ekkert stöðva sig. „Maður klæðir sig bara vel Bender, það er máli, föðurlandið og allur pakkinn,º sagði veiðimaðurinn enn fremur.