Veiðidót er stofnað og rekið af Hauki Friðrikssyni með dyggri aðstoð vina hans í veiðifélaginu Bakkabræður. Markmiðið er að bjóða upp á hágæða vörur á sem bestu verði. Hugmynd þessi varð til við veiðar með góðum tékkneskum vinum, þaðan sem vörurnar eru. Stangirnar eru notaðar af Tékkneska flugukastlandsliðinu en liðið sem hefur unnið til margra verðlauna. Stangirnar eru framleiddar í verksmiðju í Suður-Kóreu, en sama verksmiðja framleiðir fyrir mörg af stærstu merkjum í heimi og eru því gæðin mikil. Veiðidót leggur áherslu á hágæða þjónustu og vörur til veiða við íslenskar aðstæður. Einnig þykir okkur spennandi að vera með breitt úrval stanga, til að mynda stangir sem hægt er að lengja og eru sér hannaðar til þess að nota við þurrfluguveiðar. Þetta eru spennandi vörur og hlökkum við til þess að veita ykkur framúrskarandi þjónustu . Hlökkum til þess að sjá ykkur á veididot.is – dótabúð veiðimannsins.
Eldra efni
Bannað að veiða grágæs
Frá áramótum hefur verið bannað að veiða grágæsir hér á landi og óvíst hvenær veiðar á tegundinni verða leyfðar að nýju. Bændasamtökin hafa óskað eftir að stjórnvöld falli frá banninu fyrir haustið, svo bændur geti varið ræktunarlönd sín fyrir ágangi
Erfitt að lesa í vatnsmiklar ár til að sjá þann silfraða
Það styttist verulega í laxveiðina en hún byrjar 1. júní í Þjórsá. Þar hefst allt klukkan átta um morguninn og Stefán Sigurðsson er orðinn spenntur að opna veiðitímann með vöskum veiðimönnum. „Já við erum orðin spennt að byrja veiðina,” sögðu Stefán og
Laxaþjóð frábært áhorf
„Það hafa verið frábær viðbrögð við myndinni og stefnir í met áhorf,“ sagði Elvar Örn Friðriksson um myndina sem allir eru að tala um þessa dagana og margir hafa séð. Myndin hefur fengið 155.000 áhorf á fyrstu 10 dögunum.Hér er
Jökla komin á yfirfall
Jökla fór á yfirfall 1. ágúst og í gær var því fyrsti dagurinn þar sem veiði var eingöngu í hliðarám Jöklu með 6 stangir. Erlendir veiðimenn eru að veiðum og settu í 3 laxa í Kaldá og náðu einum eins
Hítará með nýjan leigutaka
Í gær var undirritaður nýr leigusamningur milli Veiðifélags Hítarár og Grettisstilla ehf um leigu á veiðirétt Hítarár, hliðarána og Hítarvatns en Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Hluthafar í félaginu eru þeir Haraldur Eiríksson og Reynir Þrastarson, sem báðir þekkja vek
Fengu fisk í gær en ekkert í dag
„Við erum að hætta en við fengum ekki fisk núna en í gærdag,” sögðu þeir Ísak og Bjarni við Elliðavatn í kvöld. Þeir voru að hætta veiðum vel búnir og með flugnanet til að verjast mýinu, sem var mikið við