EldislaxarFréttir

Veiddu eldislax í Haukadalsvatni

Þröstur Reynisson með laxinn í Haukadalsvatni í fyrradag

„Við bræður vorum á ferð í Efri Haukadalsá í fyrradag og áttum þá leið niður að Haukadalsvatni, þar tókum við nokkur köst í vatnið,“ sagði Þröstur Reynisson sem var á ferð í Dölunum með bróður sínum Úlafari.

„Við tókum nokkur köst og það kom strax fiskur á hjá okkur en það reyndist vera eldislax. Við köstum aftur og sáum líf en hættum síðan veiðum þarna. Það var nóg fyrir okkur að fá þennan eldislax, við áttum alls ekki von á þessu. Við gengum frá laxinum í frauðkassa og komum hún suður í Veiðimálastofnun,“ sagði Þröstur enn fremur.

„Þetta er greinilega eldislax,“ sagði Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun sem tók fiskinn til handagagns. Niðurstöður um uppruna hans kemur í ljós á allra næstu dögum en svo virðist sem eldislaxinn sé ennþá við líði í ám og vötnum. Laxar sem sluppu úr sjókvíaeldi síðasta sumar virðast ekki farnir neitt og etv þessi ófögnuður dreifst meira í árnar en menn óttuðust í byrjun.