Fréttir

Urriðafossinn að gefa fína veiði

Við Urriðafoss í gær

Ein af annarri opna laxveiðiárnar þessa dagana en Þjórsá hefur verið opin síðan 1.júní og veiðin gengið vel, líklega að nálgast 70  laxa, sem er fín veiði og fiskurinn vel haldinn úr sjó.

„Það eru komnir nálægt sjötíu laxar sem er vel viðunandi, veiðiholl fékk 17 laxa fyrir nokkrum dögum,“ sagði Haraldur Einarsson veiðivörður við Urriðafoss, veiðin fyrstu dagana lofar góðu,“ sagði Haraldur.

Hjálmar Árnason með lax úr Urriðafossi

„Við enduðum í ellefu löxum á  fjórar stangir,“ sagði Hjálmar Árnason eftir að veiðinni lauk í gærkvöldi og bætti við að allir laxarnir hafi mælst um 70 sm og í mjög góðum holdum.  Allt á Huldu, sama fína veiðistaðnum,“ sagði Hjálmar ennfremur um veiðina í gær.

Fjör við Urriðafossinn og í veiðstaðnum Huldu sem gaf vel  í gær. Myndir: /Hjálmar og fleiri.