FréttirOpnun

Laxinn byrjaður að gefa sig í Norðurá

Jón Þorsteinn Jónsson með fyrsta laxinn úr Norðurá. Mynd: /Nuno
Nuno Alexandre Bentim Servo með laxinn sem hann veiddi. Mynd: /Jón

Laxveiðin hóst í Norðurá í Borgarfirði í morgunsárið og litlar fréttir voru til að byrja með af veiði en fyrstu laxarnir eru alla vega komnir á land. Hörkuveiðimennirnir sem hafa opnað Norðurá núna í nokkur ár Jón Þorsteinn Jónsson og Nuno Alexandre Bentim Servo eru komnir með tvö lax á land. „Jón Þorsteinn veiddi þann fyrsta en ég missti sjálfur lax snemma í morgun rétt um átta leytið í löndun. Síðan setti ég í lax og landaði en við settum í sex laxa og náðum þessum tveimur á Eyrinni,” sagði Nuno Alexandre við Norðurá um stöðuna.  Laxana veiddu þeir á Eyrinni og þar var greinilega hörku líf en þetta virðist vera fyrstu laxarnir úr ánni ennþá eftir okkar fréttum.

Á morgun opnar meðal annars Blanda og þar hafa sést laxar á sveimi svo allt getur skeð þar með morgninum.