Fréttir

Fengu fisk í gær en ekkert í dag

Í blíðunni við Elliðavatn /mynd María Gunnarsdóttir

„Við erum að hætta en við fengum ekki fisk núna en í gærdag,” sögðu þeir Ísak og Bjarni við Elliðavatn í kvöld.  Þeir voru að hætta veiðum vel búnir og með flugnanet til að verjast mýinu, sem var mikið við vatnið í blíðunni.

„Veiðin er skemmtileg og við höfum veitt einu sinni áður í sumar,“ sögðu þeir félagar og tóku saman dótið sitt.

Veiðimaður kastaði flugunni rétt fyrir framan þá og lét sér fátt um finnast og hélt áfram að kasta og kasta. Veðrið var gott, þurrkur og næstum logn. Einn og einn fugl sást á vatninu og fiskar að vaka,  ekki í miklu tökustuði. Það hlýnar með hverjum deginum og fleiri veiðimenn að mæta á árbakkann.