EldislaxarFréttir

Fleiri eldislaxar og hafa veiðst norðar og austar

„Vorum að láta veiða nokkra eldislaxa í Síká  í net sem voru komnir I ána og það hafa veiðst fleiri slíkir fiskar í Hrútafjarðará og Síká nýlega,“  sagði Þröstur Elliðason hjá Stengjum en eldislaxinn sem slapp frá Arctic Fish er farinn að dreifa sér víða og á eftir að gera miklu meira. Hann er farinn að færa sig norðar og austar. 

„Við fengum 4 eldislaxar í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hollið og á undan höfðu veiðst eldislaxar já í ánni. En áin hefur gefið vel yfir 200 vilta laxa,“ sagði veiðimaður sem var að veiða á svæðinu.

Allt tal um 3500 eða 4000 laxa sem sluppu er auðvitað bara þvæla, ekkert fylgst með kvínni  svo mánuðum skiptir. Eitthvað verður að gera strax, ekki á morgun, tíminn flýgur áfram og skaðinn er skeður. Og vandamálið er að enginn ber ábyrgð á viðbjóðnum, það er heila málið.