Jógvan Hansen með flottan lax úr Þverá í Fljótshlíð

„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska sem er gott. Það veiddust 7 laxar, urriðar og sjóbirtingar og það var verið að taka fiskana á tveimur stöðum, númer 50 og 48. Aldrei veitt þarna áður og þetta var skemmtilegt, ótrúlega fallegt þarna í kringum ána, sá jökul, beljur, golfvöll og ána allt í sömu myndinni. Hylur 48 var bestur við neðri brú, töluvert af fiski þar,“ sagði Jógvan og segist ætla að renna aftur fyrir fisk þarna.