Fréttir

Dagur B opnar Elliðaárnar tvisvar í viðbót

Dagur B Eggertsson borgarstjóri

Laxinn er mættur í Elliðaárnar og Dagur B Eggertsson verður borgarstjóri í 18 mánuði til viðbótar. Það þýðir að hann mun líklega opna Elliðaárnar 20. júní n.k. og svo aftur að ári. Dagur hefur veitt nokkra laxana í Elliðaánum síðan hann varð borgarstjóri og maríulaxinn, sem fékk um árið og fleiri fiska, veiddi hann ýmist á maðk eða flugu. Núna má bara veiða á flugur, það er af sem áður var þegar mátti veiða á maðk og þá tók oft ekki langan tíma að landa fyrsta fiski sumarsins. Svona breytist þetta allt saman. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin byrjar þetta sumarið og Reykvíkingur ársins mun svo að líkindum renna fyrir fisk í byrjun tímabilsins.

Borgarstjórinn hefur fengið nokkra laxana til að setja á grillið en fyrir tveimur árum fékk hann sér stærra grill því nokkrum dögum áður veiddi hann boltalax við opnun í Elliðaánum, sem þurfti sitt pláss á grillinu.

Mynd: Dagur B Eggertsson borgarstjóri kampakátur með boltalax í Elliðaánum fyrir tveimur árum. Mynd GBender.