Fréttir

Haustið er tíminn og ennþá hægt að veiða

Veitt við Skarfabakka í dag /Myndir María Gunnarsdóttir

„Við vorum fyrir austan í sjóbirtingi og það gekk vel fengum 14 fiska, flotta fiska,“ sagði veiðimaður um veiðitúrinn en sjóbirtingsveiðin hefur víða verið ágæt, veðurfarið er gott þó það sé kominn október.

Já veiðin er víða ennþá, fiskurinn er orðin tregari en tekur samt.  Ungur veiðimaður stendur við Skarfabakka og kastar nýkominn úr skólanum. Veiðiáhuginn er allstaðar og þó það sé farið kólna verulega.

Fallegt við Gljúfurá í Borgarfirði

Á sama tíma er tófa á veiðum við Gljúfurá að veiða sér rjúpu í haustlitunum og hún hefur fundið sér eina. Fátt fallegra en haustlitirnir við árnar þessa dagana og ein og ein tófa hleypur eftir árbakkanum í leit að æti.