Það eru alls konar vangaveltur í maðkaveiðinni varðandi það hvernig beita skuli.  Þegar maður var að byrja að þræða maðki á öngulinn heyrði maður hinar og þessar ráðleggingar.  „Alltaf að hafa 2 maðka.“ „Skipta reglulega um maðk þó að sá sem sé á króknum virðist heillegur.” „Það þýðir ekkert að setja silungamaðk undir, við er erum í laxveiði“ o.s.frv. Jú jú þetta var meðtekið og einhver lærdómur sýjaðist inn.  En eftir einn túrinn varð ég ansi hugsi.  Við vorum í Sandá í Þystilfirði í byrjun júlí.  Vorum að hefja seinni vakt í 20 stiga hita og lítið að gerast. Ekkert hafði veiðst.  Við pabbi fórum í Kofahyl sem er fyrir neðan veiðihúsið.  Sá gamli ætlaði að byrja en sá að á önglinum var maðkur síðan um morguninn. Stöngin hafði verið úti í sólinni og maðkurinn orðinn sólþurrkaður og grjótharður. Það var ekki séns að taka hann af króknum. Pabbi ákvað því að bleyta aðeins í honum og kastaði í hylinn.  Og viti menn. Laxinn tók skorpinn og sólbrenndan maðk. Ýmislegt hafði verið reynt.  Litríkar flugur, glitrandi spúnar og feitir spriklandi ormar en þetta var það sem laxinn vildi. 14 punda hrygna. Stærsti laxinn í þessari ferð og einn af fyrstu fiskum sumarsins. Já maður fær ýmsar ráleggingar í veiðinni. Ég skora á ykkur að prófa þetta þó að ég eða pabbi höfum aldrei reynt þetta aftur.

Dóri Gylfa