FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpnaveiðitímabilið endaði með hvelli

Rjúpnaskytta á ferð

„Við fórum um helgina í Borgarfjörð og fengum fína veiði, kringum 30 fugla, okkur fannst þetta orðið gott, enda ekki góð spá í veðri mánudag og þriðjudag,“ sagði veiðimaður í samtali sem er búinn að fá vel í jólamatinn á þessu tímabili sem lauk í kvöld með veðurhvelli.

„Við fórum vestur í Dali og snérum við það var skítaveður,“ sagði annar veiðimaður sem náði í jólamatinn fyrir nokkru síðan. 

En rjúpnaveiðin hefur verið góð á þessu tímabili, veðurfarið hefur verið ótrúlegt og varla snjó að sjá allan tímann sem er auðvitað einstakt. Rjúpur verða alla vega á jólaborðum víða um land, margir hafa fengið nokkrum sinnum í jólamatinn.