Fréttir

Þrír laxar á land í dag tónleikar í Nesi á Laugardaginn

Bubbi Morthens er við veiðar í Laxá í Aðaldal þessa dagana og gengur ágætlega.  En hann mun halda tónleika eins og hann hefur gert síðustu árin í kirkjunni í Nesi á laugardagskvöldið og er frítt inn eins og alltaf.

„Já ég fékk þrjá laxa í dag og það var fínt bara en ég verð að veiða í Laxá áfram og síðan verða tónleikarnir í Nesis,” sagði Bubbi en fullt hefur verið út úr dyrum í kirkjunni, sem  er steinsnar frá Laxá í Aðaldal, veiðin hefur byrjað ágætlega þetta sumarið.

Mynd. Bubbi Morthens með flottan lax úr Laxá í Aðaldal.