Flottur lax á land hjá þeim Axel Inga og Patta

„Við fengum þrjá laxa ég og Patti í Ytri–Rangá, þetta var bara flott,“ sagði Axel Ingi Viðarsson sem var að koma úr veiði um helgina, en víða er veitt ennþá. Í nokkrum ám er verið að reyna að veiða eldislax ennþá eins og í Stóru Laxá og í Hrútafjarðará þar á  að reyna að ná í fleiri í vikunni.

Ég fékk hrygnu, 86sentimetr, Patti einn 63 sentimetra og mamma hans Patta fékk 60 sentimetra. En mér finnst æðislegt að veiða á þessum tíma árs og það var mikið af fiski, fiskur ennþá að ganga. Það þarf að lengja veiðitímann ekki spurning,“ sagði Axel Ingi enn fremur.

Ytri Rangá hefur gefið 3567 laxa og Eystri  2540. En lokatölur streyma úr ánum þess dagana, Miðfjarðará með 1334 laxa, Þverá 1306 laxa og Selá með 1234 laxa.