Fréttir

Kúasmalar við Eyjafjarðará

Það er ýmislegt sem gerist í veiðinni þessa dagana, veiðimenn að fá fína veiði eins og veiðimenn í Þverá og Kjarrá síðasta holl. „Við fengum 48 laxa í Þverá og 35 laxa í Kjarrá hollið, sem er fín veiði,“ sagði Styrmir Elí Ingólfsson við Þverá en um svipað leiti og þetta holl endaði stóðu kúasmalar í stórræðum við Eyjafjarðará, þar sem þeir voru að veiða og gekk frekar illa með alla þessa nautgripi sem fóru hvergi.

En það hefur bjargað miklu að þessir ungu veiðimenn hafi verið í sveit og skipti máli þegar þarf að að ræða við kýr á annað borð.

Nokkru seinna, þegar kýrnar voru farnar, voru veiðimenn við Hrútafjarðará sem höfðu fest bíla sína og með snilli og stillingu náðist að losa þá úr ánni og þeir gátu farið að veiða aftur.

Já það er margt að gerast í veiðitúrnum. Sumir að fá hann og sumir fá ekki neitt, aðrir hafa bara lagt sig á árbakkanum og þá getur verið von á ýmu. Svona er þetta bara og allt getur skeð í veiðinni.

Myndir. María Gunnarsdóttir