FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpan ljónstygg en tölvert af henni

Rjúpurnar á Kili
Ingólfur Kolbeinsson með rjúpurnar

Fyrstu dagarnir á rjúpu er liðnir og margir fengið vel í jólamatinn víða um land. Hvort sem er fyrir vestan, norðan, austan eða sunnan, sama veðurfari er spáð áfram það kannski aðeins að klóna en ekki mikið. Næsta törn er á föstudag og frammá þriðjudag og margir ætla að fara.

„Það er gott að skreppa aðeins og það var töluvert af rjúpu,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson þegar við spurðum rjúpnafrétta og bætti við; „en rjúpan var stygg. Ég var á Kili og rjúpan fannst bæði í hríminu niðri og uppi í 800 metra hæð. En var flott veður logn og blíða. Það er aðeins komið í jólamatinn,“ sagði Ingólfur enn fremur.

Og það voru fleiri sem fóru á Kjöl fyrstu dagana. „Við fórum á Kjöl ég og sonurinn,“ sagði  Gunnar Ólafur Kristleifsson sem fór með syninum til veiða. „Það var alveg reytingur af fugli og það var eitthvað af veiðimönnum sem voru ekkert að þvælast fyrir hver öðrum,“ sagði Gunnar enn fremur.