„Það var skemmtilegur dagur hjá okkur Guðna í Leirvogsá,“ sagði María Hrönn Magnúsdóttir og bætti við; „mjög skemmtileg á en fiskarnir smá dyntóttir. Það var frekar blautt á okkur um morguninn og áin vatnsmikil. Við byrjuðum í Móhyl og sáum ekkert líf þar. Við ákvæðum að fara í Kvörnina sem var mjög vatnsmikil og erfið. Fljótlega setti ég í góðan Lax á litla Sunray túbu. Með allskyns tilþrifum og áhættu, þá sérstaklega hjá háfaranum, náðum við að landa honum í öllum þessum vatnsflaum og straum. Það var mikil hamingja þegar hann náðist í háfinn. Hann reyndist 73 cm og fékk því að synda aftur út í hylinn. Guðni setti svo í lax í Húsbreiðu og var laxinn mjög ákveðinn með það að fara ekki í háfinn. Var það stressandi og krefjandi viðureign sem endaði niðri í næsta hyl. Þar var hann sporðtekinn og skellt í háfinn. Við færðum okkur svo í Skúlaskeið og þar setti ég í annan vænan lax sem því miður hafði betur eftir góða baráttu. Fórum svo aftur í Húsbreiðuna og Guðni fer yfir hylinn. En ég hafði verið nýsest á malarhrygg neðst við hylinn þegar fyrri fiskurinn hjá honum tók. Ég hugsaði því jáhá ég ætti kannski að prófa að setjast aftur á malarhrygginn og já… hann var aftur á hjá Guðna. Gaman af svona tilviljunum en sá fór hratt og örugglega í háfinn. Það var nóg af lífi í ánni og var gaman að því að þegar Guðni var með seinni fiskinn á þá var annar lax að stökkva við hliðina á þeim sem var á hjá honum. Við sáum þá töluvert vera að stökkva í þeim hyljum sem við fórum í. Geggjaður dagur með góðar minningar,“ sagði Maria Hrönn að lokum.
Eldra efni
Veruleg afföll á helsingja
Austur-Grænlands-stofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Bæði varð stofninn fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu en einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024
Víða fín veiði í sæmilegu veðri
„Við fórum þrír vinir saman í Leirá í fyrradag og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Árni Kristinn Skúlason sem hefur veitt á nokkrum stöðum síðan vorveiðin hófst fyrir alvöru. Fyrsta veiðidaginn fór hann í Ytri Rangá og fékk flottan fisk.
„Sleppi ekki kvennaferðinni í Veiðivötn“ segir María Hrönn Magnúsdóttir
Hvernig verður veiðisumarið? „Mér líst bara nokkuð vel á komandi veiðisumar og er algerlega farin að telja niður. Við hjónin erum búin að sækja um í ánum innan Reykjavíkursvæðisins, þ.e. Ellliðaánum, Korpu og Leirvogsá. Við bíðum enn eftir að sjá
Úr ýmsu að velja í jólamatinn
„Jólamaturinn er klár, rjúpurnar komnar og góð veiði á gæs og silungi í sumar, veiðitímabilið gekk vel,“ sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson, þegar við heyrðum í honum í vikunni og hann bætti við; „en það væri samt ágætt að ná í
Þetta var bara ansi gaman
„Já maður er alltaf eitthvað að veiða og hnýta líka, fór að veiða upp í Svínadal um daginn og það var gaman,” sagði Hilmar Þór Sigurjónsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur helst á hverjum degi. „Við
Fallegt á Þingvöllum en urriðinn ekki mættur
„Nei við sjáum ekki neitt, hann er líklega ekki kominn ennþá urriðinn, en hann kemur,“ sögðu tveir heiðursmenn við Öxará fyrir fáum dögum, en það styttist í að urriðinn komi á sinn stað í ánni og þá verður fjör. Mörgum