Fréttir

Veiðisumarið stórt spurningamerki – minni lax ár eftir ár

Þrjú síðustu ár hefur laxveiðin á stöng verið á niðuleið og enginn veit hvað gerist í sumar. Fiskifræðingar segjast sjá minni veiði, veiðimenn reyna að rýna í tölur síðustu sumur, með litlum árangri. En samt seljast veiðileyfi sem aldrei fyrr og mjög erfitt er að fá daga i mörgum laxveiðiám, veiðileyfin löngu uppseld í þeim sumum. Lítið sem ekkert snjóaði í fjöllin fyrri hluta vetrar en breyttist aðeins eftir áramótin þótt ekki bæti það úr skák fyrir sumarið.
„Það verður að rigna eldi og brennisteini ef árnar eiga að halda sér í vatnsformi yfir sumartíman“. Þetta vandamál hefur líka verið viðloðandi síðustu misserin. „Auðvitað eru loftlagsmálin að breytast mikið, það sér það hver helvita maður“ sagði veiðimaður sem mikið hefur velt þessum málum fyrir sér. „Vatnsmagnið verður alltaf minna með hverju árinu, snjórinn minnkar og þetta stefnir í viðvarandi vandamál. Ég keypti mér veiðidagadaga næsta sumar en ætla að sjá til, þetta er allt að breytast“, sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Þeir leigutakar sem vefurinn talaði við sögu allir sölu veiðileyfa hafa gengið vel, mjög vel, einhverjar ár eru að verða uppseldar.  Sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl nk. en laxveiðin í Þjórsá í lok maí. Síðan opna árnar hver af annarri í júni.