Marteinn Jónasson

Þátt fyrir frekar leiðinlegt veðurfar og eiginlega skítatíð hefur heldur betur ræst úr málum. Á föstudaginn kemur þann 1. apríl byrjar vorveiðin í sjóbirtingi og eru menn orðnir nokkuð spenntir að renna fyrir fisk víða um landið. „Við erum að opna Varmá og það verður spennandi að sjá hvernig gengur“, sagði Árni Kristinn Skúlason sem er með óvenju mikla veiðidellu á háu stigi. Við Kirkjubæjarklaustur verður víða reynt eins og Tungufljóti, Tungulæk, Geirlandsá og Vatnamótunum og það á örugglega eftir að skila vænum sjóbirtingum á land.  Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin byrjar, það hefur hlýnað eftir heldur leiðinlega tíð og svo það sé sagt hér þá er þessi frétt ekkert aprílgabb.

Mynd. Marteinn Jónasson með fisk úr Varmá sem opnar á föstudaginn eins og víðar.