BleikjaFréttir

Boltableikja úr Úlfljótsvatni

Aron Sigurþórsson með bleikjuna vænu úr Úlfljótsvatni á Krókinn númer 14

Silungsveiðin gengur víða feiknavel og veiðimenn að fá flotta fiska. Veiðimenn á öllum aldri fjölmenntu til veiða í Hlíðarvatni í Selvogi á sunnudaginn og veiddu vel, flottir fiskar og sumir veiddu vel og mikið. Í Úlfljótsvatni  hafa verið að veiðast fallegar bleikjur, boltafiskar.

„Já þetta var flott bleikja og ég var ekki með hana lengi á en hún var öflug,“ sagði Aron Sigurþórsson sem veiddi bleikjuna vænu. „Veiddi nokkrar bleikjur í viðbót en þetta er annar dagurinn sem ég fer að veiða í sumar,“ sagði Aron enn fremur.