Rjúpnaveiðitímabilið 2024 hefst þann 25. október nk. og er veiði heimil föstudaga til þriðjudaga (báðir dagar meðtaldir) innan veiðitímabils. Því er ekki heimilt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga.
Veiðidagar eru heilir (það má veiða allan daginn). Hafa ber í huga að sala á rjúpu er bönnuð. Upphaf þessa tímabils mætti sennilega flokka sem byrjun á undirbúningi jólanna á einhverjum íslenskum heimilum þar sem rjúpan er ómissandi hluti að jólamatnum.
Margir ætla til rjúpna fyrstu daga veiðitimanns víðsvegar um land og við fylgjumst með.