Fréttir

Mikið af fiski í Varmá

Hilmar Þór Sigurjónsson með með fisk í Varmá

„Það er mikið af fiski í Varmá þessa dagana en fiskurinn mætti taka betur,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson veiðimaður úr Hveragerði sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða í Varmá og sjá um leiðsögn fyrir veiðimenn við ána. „Frétti af veiðimanni í fyrradag sem landaði sex góðum sjóbirtingum og fleiri hafa veitt hér vel.  Held að það sé mest af fiski fyrir ofan hesthúsabyggðina,“ sagði Hilmar Þór sem var búinn að vera í nokkra daga við veiðar í sumar og á eftir nokkra veiðidaga til viðbótar.