„Skemmtifélagið Dollý fór í sína aðra veiðiferð í Langá í síðustu viku. Veiðin var ágæt enda allar aðstæður með ágætum, veðrið temmilega veiðilegt og gleðin í fyrirrúmi,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í samtali og bætti við; „skemmtifélagið Dollý samanstendur af fjölmörgum kántrí drottningum sem kunna að blanda saman veiði, gleði og heilmiklum umræðum um lífið og tilveruna. Til að halda í hefðina þá er við hæfi að gefa upp laxatölur en 16 laxar komu á land og var flestum sleppt. Um 12 laxar fengu fjöruga viðureign en náðist ekki að landa og skapaði það umræðu um hvenær á að telja að maður hafi fengið lax og hvenær ekki. Sjálf hef ég veitt í fjöldamörg ár og alltaf átt erfitt með þessa skilgreiningu að maður teljist missa lax þrátt fyrir að hafa verið í hörku viðureign í langan tíma en missa hann á þessu krítíska mómenti sem allir veiðimenn þekkja rétt þegar maður heldur að nú sé allt í höfn, þá fer allt í vaskinn og laxinn er farinn sína leið. Sjálfri líður með alltaf ágætlega þó ég missi á þessum tímapunkti því allt sem ég sækist eftir í veiðinni er komið á þessum tímapunkti þ.e. takan og spennan sem skapast við tökuna. Viðureignin sem er æsispennandi, hlaupandi um ánna upp og niður, allt gert til að vera með lax á línunni en ekki lax í bandi :). Svo er hann farinn og er það ekki bara fínt? Hann tók og ég veiddi lax, ég fékk viðureign og ætlaði hvort eð er að sleppa honum. Ég skil ekki hvers vegna rekstraraðilar ánna hafi ekki barist fyrir breytingu þannig að misstir laxar séu skráðir ef þeir hanga í við alvöru viðureign. Hvað veldur? Er þetta ævagömul menning frá því að lax var matarkista bænda eða er þetta klassísk keppni um hver er bestur og mestur? Við hjá Skemmtifélaginu Dollý köllum allavega eftir umræðu um fyrirbærið og við vorum alveg með það á hreinu að fagna hverjum laxi sem tók á útpældar flugur. Við veiddum 28 laxa sem nú dafna og fitna í Langá og bíða þess að við komum aftur að ári að leika við þá. Skemmtifélagið Dollý óskar veiðmönnum- og konum góðrar veiðar og hóflegrar skemmtunar,“ sagði Þórdís Lóa að lokum.
Eldra efni
Bolta urriðar á Urriðasvæðinu
Matthías Stefánsson gerði góða ferð á Urriðasvæðið í Ytri Rangá í gær og landaði þessum svaka urriðum. Haustveiðin getur verið skemmtileg á Urriðasvæðinu en þá er einnig góð von á laxagengd. „Þetta var meiriháttar, veiddi 73, 71 og 60 sentimetra
Fáskrúð er skemmtileg og gefandi veiðiá
„Það er alltaf gaman að veiða í Fáskrúð í Dölum en fiskurinn mætti vera tökuglaðari en hann er hérna og töluvert á nokkrum stöðum,“ sagði Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, þegar við hittum hann við ána fyrir nokkrum dögum. Ég
Ísinn traustur en gæti breyst á næstu dögum
Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víða um allt land þar sem menn fara með borinn og renna fyrir fisk. Fátt er betra en koma sér fyrir
Flottur maríulax úr Elliðaánum
Eva Lind Ingimundardóttir, 13 ára, landaði fallegum maríulaxi úr Elliðaánum í gær, nánar tiltekið í veiðistaðnum Hraunið sem er á frísvæðinu rétt fyrir ofan vatnsveitubrú. Það komu tveir laxar úr hylnum hjá okkur, en báðir tóku þeir fluguna Sjáandann #14
Laxinn er alla vega á leiðinni
„Nei við höfum ekki séð lax í Laxá í Kjós ennþá“ segir Haraldur Eiríksson í Kjósinni og sama streng tekur Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðirá. „Nei ekki ennþá en það er flott vatn en erfitt að skyggna ána. Mikið vatn og
Víða verið að hnýta fyrir sumarið
„Ég ákvað í samvinnu við Haugur workshop að bjóða uppá námskeið í klassískum fluguhnýtingum núna í janúar,“ sagði Bjarki Már Jóhannsson í samtali og bætti við: „Á námskeiðinu var farið yfir þær helstu aðferðir sem þarf að tileinka sér við