FréttirOpnun

Fyrsti laxinn úr Elliðaánum – mikið um lax en tregur

Það var Reykvíkingur ársins Kamila Walijewska sem veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum í morgun og var þetta maríulaxinn hennar, en fiskinn veiddi hún á Breiðunni. Það var Stefán Karl Segatta sem var henni til aðstoðar við að landa laxinum. 

Fyrsti laxinn 2022

Fulltrúi borgarstjórnar Reykjavíkur var einnig mættur við opnun Elliðaáa. „Þetta var bara gaman en ég hef aðeins veitt áður og fékk fyrsta laxinn minn í Hörðudalsá í Dölum,“ sagði Einar Þorsteinsson sem var við veiðar aðeins ofar í ánni en hann sest í stól borgarstjóra eftir 17 mánuði. Dagur B Eggertsson var ekki á árbakkanum að þessu sinni, átti 50 afmæli nýverið og var erlendis.

Kamila Walijewska og Marco Pizzolato voru í morgun útnefnd Reykvíkingar ársins 2022, en þau standa fyrir svokölluðum frísskáp í miðbæ Reykjavíkur, þar sem markmiðið er að draga úr matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frísskápa.

Mynd: Kamila Walijewska og Stefán Karl Segatta með fyrsta laxinn í Elliðaánum á Breiðunni. Mynd Emil Tumi Víglundarsson.