Fréttir

Laxinn á leiðinni, maður við mann á Seleyri í dag

„Ég fékk nokkra fiska um daginn á Seleyrinni við Borgarnes, fína fiska, en þá voru nokkrir veiðimenn að reyna og fiskurinn er vel haldinn sem veiðist,“ sagði veiðimaður sem hefur stundað eyrina núna í sumarbyrjun og fengið nokkra góða fiska.

Og í dag var maður við mann að veiða þarna þegar við renndum framhjá og eitthvað var að veiðast, allavega allir áhugasamir að kasta fyrir fisk á svæðinu. Mest eru sjóbirtingar sem hafa veiðst síðustu daga. 

En laxinn er á leiðinni og það getur verið erfitt að fá hann til að taka í sjónum, hann hefur sést stökkva fyrir utan. Allavega voru margir veiðimenn á bakkanum í dag og veðrið mjög gott, flóð þegar við áttum leið um. 

Mynd. Seleyri í Borgarnesi í dag, veiðimaður við veiðimann. Mynd María Gunnarsdóttir.