Fréttir

Höfðu ekki prófað Neðsta foss

RemasterDirector_V0

„Sæll hér kemur mynd af Einari Má Haukdal en við fórum til veða á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í grenjandi rigningu og roki,” sagði Frímann Haukdal faðir veiðimannsins um veiðitúrinn á Vatnsnes fyrir fáum dögum. Þar sem Neðsti fossinn gaf lax.

„Þegar við komum að ánni sáum við að það var full mikið vatn svo pabbinn vissi eiginlega ekkert hvar ætti að reyna að veiða. Við prófuðum hvern einasta hyl og pitt sem við komum auga á. Eftir að hafa prófað um allt eftir bókinni og hamast á bestu stöðunum, með bæði maðk og spún, var ákveðið að fara heim. Ungi veiðimaðurinn benti þá á að við hefðum ekki prófað spún við Neðrifoss. Viti menn hann rauk í svartan toby! Strákurinn barðist í um 43,7 sekúndur og þá var fiskurinn kominn á land. Mjög glaðir veiðimenn héldu renn votir heim. Strax daginn eftir var farið fram á að koma laxinum undir græna torfu og er núna beðið með spenningi eftir graflaxi,“ sagði Frímann.

Mynd. Einar Már Haukdal með laxinn sinn. Mynd Frímann