Fréttir

Bubbi með tónleika í Nesi annað kvöld

Bubbi Morthens með flottan lax úr Laxá í Aðaldal

Bubbi Morthens hefur verið að veiða í Laxá í Aðaldal síðustu daga og mun halda tónleika eins og síðustu árin í kirkjunni í Nesi. Tónleikarnir verða annað kvöld og eins og áður er frítt inná staðinn.

„Það eru allir velkomnir á tónleikana en þeir byrja klukkan 23 annað kvöld,“ sagði Bubbi, en fullt hefur verið út úr dyrum á tónleikunum síðustu árin.

Laxinn er byrjaður að gefa sig í Aðaldalnum en áin hefur líklega gefið á milli 15 og 20 laxa síðan veiðin byrjaði. Bubbi hefur verið við veiðar í ánni ásamt fleiri vöskum veiðimönnum og eru að veiðast nokkrir laxar á dag.