Fréttir

Lax á þriðja degi í Hrútafjarðará

Steinar Þór Þórisson með fyrsta laxinn úr Hrútafjarðará.

„Já þetta var fyrsti laxinn í Hrútafjarðará og hann veiddist í Síká,“ sagði Steinar Þór Þórisson sem á heiðurinn af fyrsta laxinum í ánni á þessu sumri,  en laxar höfðu sést á nokkrum stöðum í Hrútafjarðará, en mest í Síká.

„Fiskurinn tók Hairy Mary númer tólf og ég var með hann á í fimmtán mínútur.  Þetta var eini laxinn sem veiddist í túrnum en svo komu tvær bleikjur, tvær urriðar og einn sjóbirtingur. Við sáum slatta af fiski í Síká,“ sagði Steinar Þór ánægður  með fyrsta laxinn úr ánni.

Vatnið er víða gott í veiðiánum þessa dagana eftir hressilegar rigningar og smálaxinn er aðeins byrjaður að láta sjá sig. Það þarf mikið af honum í sumar, það er málið