Fréttir

Boltafiskur úr Flughyl í dag – Láxá á Ásum að bæta veiðina á milli ára

Erla Þorsteinsdóttir og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson leiðsögumaður í Laxá á Ásum með laxinn stóra

Veiðin er að batna í Laxá á Ásum á milli ára og núna eru komnir yfir 700 laxar á land þetta sumarið. Í gærkvöldi veiddist annar stærsti laxinn í ánni og það var veiðikonan  Erla Þorsteinsdóttir sem fékk 103 sm boltalax í Fluguhyl.  Þetta var hörkubarátta við laxinn. 

Veiðikonan Erla hafði veitt tvo laxa um ævina og þetta hennar langstærsti til þessa en þetta er einn af stærri löxum sumarsins.