FréttirÞættir

Þúsundir hafa séð þáttinn fyrsta sólarhringinn

Gísli Örn og Gunnar

„Viðbrögðin eru ótrúleg við þættinum með Gísla Erni Gíslasyni á Neðri Hálsi í Kjós og þúsundir hafa séð þáttinn síðan hann var sendur út í gærkveldi,“ sagði Gunnar Bender um veiðiþáttinn sinn sem fór á facebook og margir deildu.

„Já viðbrögðin voru frábær og þátturinn verður víða aðgengilegur um páskana og síðan verða tveir þættir, einn um opnunina í Leirá og dorgveiði á Meðalfellsvatni sá síðasti. Um framhald veiðiþáttanna veit enginn en samningar standa yfir við sjónvarpsstöð um sýningar en netið er greinilega með áhorfið sem er alveg frábært,“ sagði Gunnar að lokum.

Veiðin með Gunnari Bender, þáttur 5