„Laugardagurinn var meiriháttar í Langá enda laxar að ganga á hverju flóði þessa dagana, við fengum nokkra laxa hollið og ég setti í fyrsta laxinn í sumar og missti annan,” sagði Jógvan Hansen söngvarinn snjalli, sem var við veiðar í ánni um helgina, ásamt fleirum í vösku liði.

„Það hefur verið klikkað að gera að skemmta út um allt og lítið hægt að veiða, en það hlýtur að lagast með tíð og tíma,” sagði Jógvan við Langána í gær.

Og nokkru neðar í Langá var Elísabet Allwood að landa laxi. „Já laxinn var að koma á land og ég missti annan áðan, þetta er svo skemmtilegt,” sagði Elísabet og hélt áfram að kasta flugunni. Með henni var leiðsögmaðurinn Valdimar Hilmarsson sem stóð sig stórkostlega í starfinu og þekkti greinilega hvern hyl í ánni. Það var ekki hægt að hafa þetta betra.

Langá Mýrum hefur gefið 144 laxa og fiskur að ganga á hverju flóði.

Mynd. Jógvan Hansen með laxi  úr Langá. Mynd GB.

Mynd. Elísabet Allwood með lax úr Langá.