Fréttir

Skítakalt við veiðina fyrstu dagana

Fyrstu fiskar veiðitímans í snjómuggu

Það hefur verið skítakuldi við veiðiskapinn fyrstu klukkutímana sem veiðin mátti byrja, eða eins og einn veiðimaðurinn sagði; „maður þurfti að berja sig áfram við að nenna þessu skal ég segja þér en ég fékk nokkra fiska fyrir norðan,“ sagði veiðimaður norðan heiða. Litlaá í Kelduhverfi að gefa fiska í snjó og kulda. En fína veiði.

Björn Hlynur Pétursson með fyrsta fisk sumars í snjómuggu

„Já ég er búinn að fá fyrsta fiskinn í sumar og það var meiriháttar,“ sagði Björn Hlynur Pétursson á veiðislóð. „Fiskana veiddi ég á Þingvöllum á Kárastöðum, þetta var frábært. Það var bara gott veður miðað við 1. apríl en jú kalt. Næsti veiðitúr er í Leirvogsá á föstudaginn,“ bætt Björn Hlynur við.

Veiðimenn berja áfram árnar og veiðistaðina, en lítið er að hlýna í kortunum á næstunni. Áfram er reynt víða ef maðurinn kemur færinu niður, þá er alltaf séns á fiski. Það er að koma beitlunni niður á milli vaka.