Fréttir

Þegar ísa leysti veiddist vel í Geirlandsá

Bjarki Bóasson með flottan fisk í Geirlandsá en 23 veiddust í dag á fjórar stangir

„Það fór allt að gerast þegar ís leysti seinnipartinn  í dag og við fengum 23 fiska, en þetta var mjög erfitt,“ sagði Bjarki Bóasson við Geirlandsá, þegar við heyrðum í honum. Og hann bætti við; „já þetta var mjög erfitt í morgun, klukkan 9 var næstum öll áin frosin. Við fórum að brjóta bara ísinn þar sem við gátum og náðum tveimur fiskum fyrir eitt leytið. En þegar maturinn og hléið var búið, þá var farið að opnast meira af ánni. Þurftum að leita af fiskinum og fundum þá á tveimur stöðum, meðal annars í Ármótunum og náum 23 fiskum. Flesta fengum við á púbur og blue magic,“ sagði Bjarki enn fremur.

Sigvaldi A. Lárusson og félgar voru í Tungulæk og voru komnir með nokkra fiska en Sigvaldi var að elda handa liðinu þegar við heyrðum í honum. Við erum með svokallaða. Einu sinni á ári borgara.“